top of page

Nuddgjörningur

2018

Gjörningur

Lengd: 2 klst.

Samstarfsverkefni með Oskari Ruuska

Ljósmyndir: Antonina Ananda

Titanic, Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam, Holland

Í tvo tíma, á sýningu í Amsterdam, nudduðum við leirklumpa svo úr urðu form sem líktust fótum sem við nudduðum þar til þeir afskræmdust. Við vildum fanga hreyfinguna sem notuð er þegar verið er að undirbúa leirinn áður en hann er notaður. Snerting, tenging og íhugun er mikilvæg í heimi tækninnar. Gjörningurinn er hugleiðing um samband jarðar og manneskjunnar, samband milli huga og líkama. Okkur fannst undirbúningurinn fyrir keramikgerð róandi og úr varð gjörningur sem líkti slíkri ró við heilsukúltúr eins og nudd og spa. Við afmörkuðum gjörninginn með skærgrænum plastdúk á gólfinu, tveimur kösturum og róandi tónlist.

Litla leiksviðið okkar var á miðju gólfi svo áhorfendur gátu fylgst með frá öllum hliðum. Við höfðum fært vinnustofuna, heilsulindina, út í sýningarrýmið. Hvít klæði geta táknað traust og hreinlæti, litur sem heilbrigðisstarfsfólk og fólk á nuddstofum klæðist. Hvítur dregur frekar í sig ummerki sem leirinn skilur eftir í fötunum eftir átökin. Því lengur sem við áttum við leirinn því meiri voru ummerki hans í fötum okkar. Vatnið er mikilvægt, bæði fyrir okkur sem manneskjur og fyrir leirinn sem efni úr jörðinni. Náttúruleg hringrás leirsins sem sífellt tekur við og mótast af áreiti og harðnar og mýkist á vígsl eftir hversu mikill rakinn er. Brenndur leir er sama og dauður leir, hann er ekki mótanlegur lengur, hann er fastur í formi.

bottom of page