Úr jörðu
2020
Níu verk úr leir og lerki
Gallerí Klaustur, Fljótsdalur
Á Íslandi finnst ekki leir á mörgum stöðum, einkum vegna þess hve landið er ungt. Enginn leiriðnaður er til og hvergi er hægt að kaupa tilbúinn, hreinsaðan leir til nota. Þó finnst hann á nokkrum stöðum, meðal annars í Dölunum, Krýsuvík og á Héraði.
Lítið er um skóga á Íslandi og byrjaði skógarrækt ekki með markvissum hætti fyrr en 1970 eða fyrir 50 árum síðan. Í dag er hægt að kaupa íslenskan við til nytja, einkum úr skógum í Fljótsdal.

Leirinn flæðir yfir pappírinn sem bindur hann niður og tréð rammar inn. Tréð, sem enn er svo lifandi, beygist með hverjum kvisti og mun breyta um lit með tímanum.
Við bjóðum sýningargestum að stíga inn í hugarheim samtals okkar, tveggja ungra listkvenna, við Huldu. Lundurinn birtist okkur hér í hugleiðingu um fantasíuna sem Hulda orti svo oft um. Óþreyjan hefur tekið sér fótfestu í ákveðinni endursköpun rúmum hundrað árum síðar.
Við bjóðum sýningargestum að stíga inn í hugarheim samtals okkar, tveggja ungra listkvenna, við Huldu. Lundurinn birtist okkur hér í hugleiðingu um fantasíuna sem Hulda orti svo oft um. Óþreyjan hefur tekið sér fótfestu í ákveðinni endursköpun rúmum hundrað árum síðar.
Myndirnar eru samtal leirs frá Dölunum og leirs af Héraði. Sitthvor endi eyjarinnar, skyldi vera leir í miðjunni? Vatnslitamynd á pappír. Vatnsleiramynd á pappír. Örþunn lög leirs líkt og örþunn lög í jörðu. Pappír er undirstaða myndar og leirinn er undirstaða alls sem fyrir ofan hann vex.










